Fótbolti

Klinsmann vill að Low taki við af sér

MYND/AP

Jurgen Klinsmann, þjálfari Þýskalands vill að Joachim Low, aðstoðarmaður sinn taki við af sér með landsliðið ef hann ákveður að hætta með liðið eftir HM.

Klinsmann sem er 41 árs hefur ekki tekið ákvörðun hvort hann verði áfram með liðið eða ekki eftir HM. Hann er samt ekki í vafa hver það er sem á að taka við ef hann ákveður að hætta.

" Low hefur rétta augað og réttu hugsjónina fyrir þetta. Hann er reyndur þjálfari og reynsla hans hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég vil sjá hvernig þessi HM fer.

Ég þarf að ræða við fjölskyldu mína um framhaldið. Þýska sambandið (DFB) hefur þrýst á Klinsmann að gera nýjan samning og halda áfram með liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×