Fótbolti

Enska liðið getur farið alla leið

Hernan Crespo
Hernan Crespo MYND/Reuters

Hernan Crespo, leikmaður Argentínu segir að enska liðið eigi góða möguleika að fara alla leið á HM þrátt fyrir að sýna kannski ekki sinn besta leik í þeim tveimur leikjum sem þeir hafa spilað til þessa.

" England hefur átt í einhverjum vandræðum með Trinidad & Tóbagó en þeir unnu leikinn og það segir margt. Ég þekki þessa leikmenn vel sem eru í enska liðinu og þeir eru mjög hættulegir. Einnig hafa Ítalir og Spánverjar heillað mig. Við Argentínumenn eru mjög ánægðir með okkar frammistöðu til þessa en við megum ekki fagna of fljót, verðum að koma okkur niður á jörðina sem allra fyrst og taka einn leik í einu.

Það eru bara tveir leikir búnir og við höfum spilað vel í þeim. Mótið er rétt hafið og alltof snemmt að spá í hvort við vinnum eða ekki. Ég er samt viss um að það séu fá lið sem geta unnið Brasilíu og það lið er það sem ég væri til í að mæta í úrslitaleik. Það er einnig mikilvægt fyrir okkur að vinna riðilinn og við eigum sterkt lið Hollands eftir,” sagði Crespo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×