Fótbolti

Cole ekki með gegn Svíum?

Ashley Cole hægra megin og Kenwyne Jones leikmaður TogT
Ashley Cole hægra megin og Kenwyne Jones leikmaður TogT MYND/AP

Ashley Cole, bakvörður enska landsliðsins er meiddur á læri og óvíst um hans þátttöku í leiknum við Svía á þriðjudaginn. Leikmaðurinn á von á því að taka samt sem áður þátt í æfingu liðsins um helgina og sjá hversu langt hann kemst á þessu.

Trúlegt er að Sven-Göran Eriksson, þjálfari liðsins hvíli Cole þótt svo að hann sé fær um að spila og Wayne Bridge muni taka hans stöðu í þessum lokaleik riðlakeppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×