Fótbolti

Tango nuevo

Hér er enn einn snilldarleikurinn, Argentína, hvað er hægt að segja við svona sýningu, ljóðrænni, töfrandi fegurð einsog í útsetningu Astor Piazzolla á gamla argentíska tangóinum, þetta er hinn nýi tangó í fótboltanum, hinn hreini tónn. Ég fann sömu tilfinningu og þegar ég horfði á Spánverjana í fyrsta leik, þetta eru töfrar, auðvitað er fótbolti líka barátta, taktík og allt það, en þetta er hrein snilld, ekkert minna.

Það var líka gaman að sjá Svíana í gær, þegar gefast ekki upp, komnir með þrjú stig og þyrftu að vinna Englendinga til að ná efsta sætinu í riðlinum, nú liggur spennan í því hvaða lið mætast í 16 liða úrslitum, sjálfsagt erfitt að reikna það út í sumum tilfellum, en það getur skipt miklu máli. Svíarnir eru betri en margir telja, kannski ekki meistaralið, en harla góðir, og Arsenalleikmaðurinn Freddy gekk frá þessu í gær, einn skipulagður skalli, eitt núll.

Nú þurfa Hollendingarnir að vinna á eftir, ekki rétt vinna, heldur sigra öruggt, þótt Drogba og co verði mjög erfiðir, þeir gætu jafnvel unnið líka, sem myndi setja riðilinn í háaloft, dauðariðilinn, og þá verður leikur Hollendinga og Argentínumanna í næstu viku, klár sprenging.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×