Fótbolti

Van Basten segir fjölmiðla blása sögur upp

Marco van Basten, þjálfari hollenska landsliðsins segir að fjölmiðlar hafi blásið upp og búið til sögur um að Arjen Robben og Robin van Persie hafi lent saman eftir leikinn gegn Serbíu. Van Basten segir þetta vera rangt.

"Leikmenn mínir treysta hver öðrum og við erum að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Fílabeinsströndinni. Allt þetta tal að eitthvað ósætti sé á milli Roben og Van Persie er bara eitthvað sem fjölmiðlar hafa búið til og enginn annar. Ég hef talað við þá og ekkert þessu líkt er í gangi milli þeirra. Þeir spiluðu báðir vel í síðasta leik og ég veit að þeir eiga eftir að spila betur í dag gegn Fílabeinströndinni," sagði Van Basten.

Van Persie er samkvæmt fjölmiðlum sagður hafa verið ósáttur við að fá ekki boltann meira frá Robben en hann var að gefa boltann linnulaust yfir á hans kant en sjaldan kom boltinn yfir til hans frá Robben.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×