Fótbolti

Stjörnur Juventus munu halda til Englands

Roma er sagt hafa áhuga á David Trezeguet  leikmanni Juventus.
Roma er sagt hafa áhuga á David Trezeguet leikmanni Juventus.

Ítalski umboðsmaðurinn, Silvano Martina segir að bestu leikmenn Juventus muni fara til Englands, verði félagið dæmt niður um deild. Félagið hefur verið sakað um að hafa haft áhrif á úrslit leikja á Ítalíu en rannsókn er í fullum gangi um þessar mundir.

Leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Emerson, David Trezeguet, Patrick Vieira, Gianluca Zambrotta and Gigi Buffon eru allir orðaðir við að fara frá félaginu verði það dæmt niður.

"Ítölsk lið vilja ekki fá leikmenn sem koma frá félagi með þessa fortíð. Við höfum lesið það að Roma hafi áhuga að fá Trezeguet en þeir hafa ekkert efni á honum. Flestir þessara leikmanna sem ég hef nefnt munu fara upp í næstu flugvél til Englands verði það niðurstaðan að Juve spilar ekki í Seríu A á næstu leiktíð, ég er alveg viss um það," sagði Martina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×