Fótbolti

Lahm er ekki til sölu

Bayern Munchen hefur ekki í hyggju að selja þýska landsliðsbakvörðinn Philipp Lahm þrátt fyrir mikinn áhuga Chelsea á að kaupa leikmanninn.

Ensku meistararnir eru sagðir vera tilbúnir að borga 10,25 milljónir punda eða sem svarar til um 1.400 milljóna íslenskra króna, fyrir hinn 22 ára Lahm samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi.

Lahm sem að spilaði glimrandi vel í opnunarleik HM og skoraði þar m.a. gullfallegt mark er ekki á leiðinni frá félaginu að sögn forráðamanna Bayern. Þeim líst ekki vel á þá hugmynd að missa annan lykilmann úr liði sínu yfir í herbúðir Chelsea en Michael Ballack gekk einmitt til liðs við Chelsea fyrr í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×