Fótbolti

Messi með gegn Serbíu

Ungstirni Barcelona, Lionel Messi, er búinn að ná sér af þeim meiðslum sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Fjölmiðlar greindu frá því í dag að Messi verði í leikmannahópi Argentínu á morgun þegar lið hans mætir Serbíu/Svartfjallalandi.

Donato Villani, læknir argentínska landsliðsins, segir að meiðsli Messi séu minniháttar og ekkert sem hann nái sér ekki af á næstu dögum.

Það er þó ekki líklegt að Messi verði í byrjunarliði Argentínu gegn Serbíu/Svartfjallalandi heldur að hann verði á bekknum en fái að spreyta sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×