Fótbolti

Buffon mundi spila með Juve í Seríu B

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og landsliðs Ítalíu segist fylgja sínu liði niður í Seríu C ef þannig ber undir. Eins og flestir vita er í gangi lögreglurannsókn á Ítalíu vegna Juventus þar sem talið er að forráðamenn félagins hafi hagrætt úrslitum í leikjum.

 

"Mundi ég vera áfram með Juventus í Seríu B? Já af hverju ekki, það kemur ekkert lengur á óvart í knattspyrnu. Ég mundi spila þó svo að liðið færi niður í Seríu C. Annars mun ég skoða mín mál þegar þar af kemur og við bíðum bara og sjáum til hvað verður um Juventus," sagði Buffon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×