Fótbolti

Klinsmann ánægður með varamennina

Jurgen Klinsmann, þjálfari Þjóðverja var að vonum ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Pólverjum í gær. Hann var sérstaklega ánægður með innkomu varamannanna í leiknum en það var Oliver Neuville sem skoraði sigurmark heimamanna en hann hafði komið inná stuttu áður.

 

Þetta var fyrsti sigur þjóðverja á Evrópuþjóð síðan þeir unnu Tékka í úrslitum EM í Englandi 1996 og var þá Jurgen Klinsmann fyrirliði liðsins.

 

"Við vildum setja meiri hraða inn í leikinn og þeir leikmenn sem komu inn á hafa hraðann. Þeir komu með nýtt blóð inn í leikinn. Þetta var góð stund fyrir okkur og Þýskaland að vinna þennan leik. Þegar allt gengur upp eins og hjá okkur undir lokin getur maður andað léttar," sagði Klinsmann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×