Fótbolti

Spánverjar bjartsýnir á gott gengi á HM

Luis Aragones, þjálfari Spánar segir að lið hans hafi sett allt á haus hjá veðbönkum eftir 4-0 sigur liðsins gegn Úkraínu í gær. Spánverjar léku sannkallaðan konfekt fótbolta og voru án efa að sýna bestu tilþrif á HM til þessa.

"Ef við sýnum hvað við getum og höldum því getum við farið alla leið. Ég átti von á meiri mótspyrnu frá Úkraínu en við höfðum þetta allt í hendi okkar frá fyrstu mínútu.

Við áttum ekki von á þessu, en við vorum heppnir að skora fljótt og það hafði sitt að segja. Við nýttum okkur alla heppni í leiknum sem við fengum og það eru ekki öll lið sem vinna 4-0 á HM. Nú verðum við að koma okkur á jörðina og taka einn leik í einu. Túnis er til að mynda með betra lið en Úkraína og það verður mjög erfiður leikur," sagði Aragones.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×