Fótbolti

Þykir ekki mikið til Englendinga koma

Leo Beenhakker
Leo Beenhakker MYND/Reuters

Beenhakker sagði að sínir menn bæru virðingu fyrir Englendingum en þeir hefðu hins vegar ekki hrifist af leik Englendinga gegn Paragvæ. „Við sáum Englendingana í tómum vandræðum allan leikinn á móti Paragvæ."

Hann reiknar allt eins með því að þessi litla þjóð sem hann stýrir geti endurtekið góða frammistöðu sína gegn Svíum.

Hann er sérstaklega ánægður með að Rooney skuli vera klár í slaginn. „Á HM eiga bestu leikmennirnir að spila, vonandi verður hann með," sagði hann um Rooney.

„Við vitum vel að Englendingar eru hæfileikaríkari en við bætum það upp með hugrekki og ástríðu, við ætlum að standa okkur."

Mikið hefur verið rætt um það hvað eigi að veðja miklu á leikinn í Englandi og hversu stór sigur enskra verður, við fólk sem er í þeim hugleiðingum segir Beenhakker, „látið ykkur dreyma."

Hann minntist einnig á viðureign Englands og Norður Írlands á dögunum máli sínu til stuðnings. „Ég hef ekki nefnt Norður Írland við strákana en ég minntist á frammistöðu Svisslendinga gegn Frökkum."

„Strákarnir eru sérstaklega vel stemmdir, þetta er draumur fyrir þá og hverju hafa þeir að tapa?" Sagði Beenhakker kokhraustur í lok blaðamannafundarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×