Innlent

Stefnir í harkalega lendingu að mati Fitch Ratings

MYND/Róbert

Íslenska hagkerfið stefnir á harkalega lendingu og Seðlabankinn þarf að hækka vexti enn frekar til að halda aftur af verðbólgu að mati forsvarsmanna Fitch Ratings á fundi í Lundúnum í dag. Greint er frá þessu í hálffimmfréttum KB banka. Þar segir að matsfyrirtækið geri einnig ráð fyrir lækkandi eignaverði og að mögulega muni gengi krónunnar lækka frekar á næstunni. Er það mat greiningadeildar KB banka að ummælin hafi stuðlað að þeirri lækkun sem varð á gengi krónunnar í dag, en hún nam einu komma fjórum prósentum. Þá segir bankinn orðróm í gangi um að nýrrar skýrslu um lánshæfi Íslands sé að vænta frá fyrirtækinu á næstunni, en Fitch breytti horfum á lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar þann 21. febrúar síðastliðinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×