Fótbolti

Cafu á leið í fangelsi?

Cafu á æfingu fyrir leikinn gegn Króatíu, Adriano sést fagna félaga sínum
Cafu á æfingu fyrir leikinn gegn Króatíu, Adriano sést fagna félaga sínum MYND/AP

Cafu gæti verið á leiðinni í 10 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa ranglega útvegað sér ítalskt vegabréf.

Ítalsur saksóknari vill að Cafu og eiginkona hans verði ákærð og dæmd til fangelsisvistar fyrir að vera með ólöglegt vegabréf.

Þrátt fyrir þetta þá er líklegast að Cafu fái einungis skilorðsbundinn dóm verði hann fundinn sekur. Cafu hefur ekkert viljað tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×