Fótbolti

Ósáttir við reykingar þjálfara Mexico

Þjálfari Mexico, Ricardo Lavolpe.
Þjálfari Mexico, Ricardo Lavolpe. MYND/reuters

Forráðamenn FIFA eru ekki ánægðir með Ricardo Lavolpe, þjálfara Mexico en hann fékk sér sígarettu á meðan leik liðsins stóð gegn Íran á sunnudagskvöldið.

Það eru engar reglur sem segja að hann megi ekki gera þetta. FIFA var búið að láta alla þjálfara og starfsmenn liða vita að reykingar væru ekki æskilega og að menn ættu að láta þennan ósið eiga sig meðan á leik stæði. FIFA mun víst skrifa Lavolpe bréf og biðja hann um að hætta þessu strax, þetta gefi slæma ímynd, eins og þeir orða það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×