Fótbolti

Við verðskulduðum sigur

Marcello Lippi, þjálfari Ítalska landsliðsins
Marcello Lippi, þjálfari Ítalska landsliðsins MYND/AP

Marcello Lippi, þjálfari ítala segir að lið sitt hafi verðskuldað 2-0 sigur á Ghana í gær.

Ítalska liðið hafði mikið fyrir því að innbyrða þennan sigur en það voru þeir Andrea Pirlo og Vincenzo Iaquinta sem gerðu mörk liðsins í þessum leik.

"Við sýndum í þessum leik hversu sterkir við erum og hversu gott liðið er.

Kannski virtist það vera svo að þeir væru betri en við, en það fannst mér ekki og við verðskuldum þennan sigur fyllilega. Við vissum að Ghana væru líkamlega sterkir og fljótir. Það er alltaf erfitt að fara í fyrsta leik og ég er mjög ánægður með hafa fengið öll stigin úr honum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×