Fótbolti

Blátt er best

Alveg makalaust að sjá ítalska liðið í kvöld, líkt og hjá Þjóðverjum, enginn gegnheill varnarbolti, heldur sótt, á tveimur mönnum eða fleiri, skoruð tvö mörk, sem hefðu getað verið fleiri. Mér fannst Ghana liðið gott líka, vantaði vitaskuld sárlega meiri breidd og grimmari og betri sóknarmenn, en þeir gerðu fína hluti, þótt hefðin og blái liturinn hafi haft betur í kvöld.

Það var skemmtileg að sjá geðshræringu varamannsins Vincenzos Iaquinta sem skoraði annað markið, skelfileg mistök hjá Samuel Kuffour, sem lék um árabil með Bayern, og Vincenzo lagði boltann í tómt markið. Það tók hann nokkur sekúntubrot að átta sig á hvað hefði gerst, og síðan hellast tilfinnarnar yfir hann einsog Seljalandsfoss.

Þannig að: Það sást vel til himins í kvöld, Ítalir gera einsog Þjóðverjar, sækja frá fyrstu mínútu á lið sem eru óútreiknanlegar HM stærðir, Guðjón Guðmunsson gekk svo langt í kvöld að spá Ítölum heimsmeistaratitli, og hárrétt hjá honum, margir blaðamenn í Munchen voru þeirrar skoðunnar líka. Það sem af er, þessir fjórir leikdagar, eru sigur fótboltans, fjölbreytileiki, 9 mörk í dag, og frábær tilþrif. Það eina sem fer í taugarnar á mér er þetta væl útaf hitanum, vissulega erfitt að hlaupa um og sparka þegar heitt er í veðri, en börnin góð, það er bara foréttindavandamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×