Fótbolti

Ballack gæti misst af opnunarleiknum!

Það er ekki gott fyrir Þjóðverja að missa Ballack, þó aðeins sé verið að tala um einn leik.
Það er ekki gott fyrir Þjóðverja að missa Ballack, þó aðeins sé verið að tala um einn leik. MYND/Reuters

Fyrirliði Þýska landsliðsins, Michael Ballack, hefur ekki enn náð sér af þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann undanfarna daga. Nú þykir það nærri öruggt að hann leiki ekki í opnunarleik mótsins á föstudaginn gegn Kosta Ríka.

Ballack sem er 29 ára og gekk til liðs við Chelsea í síðasta mánuði tognaði í kálfa í sigurleik Þjóðverja á Kólumbíu. Hann var þó með á æfingu liðsins í dag en náði ekki að klára æfinguna og æfir ekki á morgun vegna meiðslanna. Þjálfari Þjóðverja, Jurgen Klinsmann, gaf út þá yfirlýsingu að hann myndi ekki láta neinn leika í keppninni ef leikmaðurinn er ekki klár í slaginn 48 tímum fyrir leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×