Fótbolti

Cech knattspyrnumaður ársins í Tékklandi

Cech að æfa sig fyrir HM
Cech að æfa sig fyrir HM MYND/AFP

Petr Cech, markvörður Chelsea og Tékklands var um helgina valinn knattspyrnumaður ársins í Tékklandi. Þessi 24 ára gamli markvörður er án efa einn af þeim bestu í boltanum í dag. Hann hefur leikið vel þau tvö ár sem hann hefur verið í herbúðum Chelsea. Pavel Nedved, leikmaður Juventus var í öðru sæti og Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal í því þriðja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×