Fótbolti

„Við viljum hefna fyrir HM 2002“

Beckham vill hefna fyrir tapið gegn Brasilíu á HM 2002
Beckham vill hefna fyrir tapið gegn Brasilíu á HM 2002 MYND/AP

David Beckham, fyrirliði Englendinga, segir að enska liðið þrái að ná fram hefndum gegn heimsmeisturum Brasilíu í sumar. Englendingar töpuðu fyrir Brasilíumönnum 2-1 á HM fyrir fjórum árum og segir Beckham að enska liðið sé tilbúið til að hefna ófaranna.

"Brasilíska liðið er gífurlega sterkt og sennilega sterkara núna en það var fyrir fjórum árum. Það hefur leikmenn innanborðs eins og Ronaldinho og Ronaldo sem að geta klárað leiki. En ég hef mikla trú á okkar liði í sumar og tel að við séum með lið sem að getur sigrað það brasilíska. Sjálfstrastið í liðinu er meira núna en 2002 þegar við töðuðum fyrir þeim og ef að við mætum þeim núna þá er ég viss um að við vinnum." sagði David Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×