Fótbolti

„Strákarnir vilja spila 4-4-2“

Beckham tjáir sig um leikaðferð Englendinga
Beckham tjáir sig um leikaðferð Englendinga MYND/AFP

David Beckham, fyrirliði Englendinga, segir að leikmenn liðsins vilji frekar spila 4-4-2 taktík. Sven Göran Eriksson, þjálfari Englendinga, breytti um taktík í síðasta leik gegn Ungverjalandi og léku Englendingar með Frank Lampard, Steven Gerrard og Jamie Carragher á miðjunni.

Búist er við því að Sven Göran noti 4-4-2 leikkerfið í æfingaleiknum á móti Jamaica á morgun, en Englendingar eru vanari að spila það. "Við erum vanari að spila 4-4-2 og ég tel að það henti okkur betur. Ég er viss um að ef þú spyrð aðra leikmenn liðsins þú munu þeir svara þessu eins og ég. Liðin á HM eru fjölbreytt og því er gott að geta breytt yfir í 3 manna miðju, en ég er viss um að við munum nota 4-4-2 mest." sagði David Beckham fyrirliði Englendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×