Fótbolti

Eriksson ánægður að menn séu að jafna sig á meiðslum

Ericsson er ánægður með bata meiddu mannana
Ericsson er ánægður með bata meiddu mannana MYND/Reuters

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands er ánægður með að þeir félagar hjá Manchester United, Gary Neville og Wayne Rooney séu að koma til baka og munu æfa á ný með liðinu í næstu viku.

„Ég fæ upplýsingar um Rooney seinna í dag eða á morgun. Ef hann byrjar að sparka bolta fyrr en búsit var við er ég sáttur. Ég samt held að við verðum að bíða með hann fram á miðvikudag. En eins og staðan er í dag þá lítur þetta mjög vel út. Hann er búinn að leggja hart að sér og reyndar mjög hart og þetta lítur allt vel út eins og ég sagði. Hvað Neville varðar þá er hann lítilsháttar meiddur á fæti. Hann kemur inn á mánudaginn og við vorum búnir að ákveða það fyrir löngu og höfum haldið okkur við það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×