Lionel Messi hinn ungi Maradona eins og margir vilja kalla hann er mjög ánægður með hversu vel hann er að ná sér af meiðslum á læri sem hafa hrjáð hann undanfarna tvo mánuði.
Hinn 18 ára leikmaður Barcelona segist verða betri og betri með hverjum deginum sem líður og að hann verði án efa orðinn klár í slaginn á HM. Messi spilaði seinasta hálftímann í æfingaleik á þriðjudaginn á móti Angola og kenndi sér einskis meins í lærinu og er útlitið því gott fyrir unga stórstirnið.
Í æfingaleiknum spilaði hann við hlið Pablo Aimar og sagði eftir leikinn að hann hefði notið þess að spila við hlið Pablo, að það hefði verið sérstakt og að þeir næðu vel saman.