Fótbolti

Hvítrússar lögðu Englendinga

Englendingar töpuðu í kvöld 2-1 í æfingaleik gegn Hvíta Rússlandi. Englendingar stilltu upp hálfgerðu B liði sem var samansafn af ungum leikmönnum og leikmönnum sem að eru að stíga upp úr meiðslum. Michael Owen byrjaði sinn fyrsta leik síðan að hann fótbotnaði á gamlársdag á síðasta ári og 2 ungir leikmenn, þeir Theo Walcott og Aron Lennon, léku sinn fyrsta leik fyrir England.

Jermain Jenas kom Englendingum yfir á 35. mínútu en Hvítrússar skoruðu 2 mörk í síðari hálfleik, það fyrra gerði Kutuzov á 50. mínútu og það síðara gerði Kornilenko á 81. mínútu. Englendingar urðu fyrir áfalli í leiknum þegar að markvörðurinn Robert Green meiddist og verður hann ekki með á HM. Scott Carson mun koma inn í hóp Englendinga í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×