Fótbolti

Óvíst með þáttöku Horno á HM

Þáttaka Asier Del Horno, leikmanns Chelsea á Heimsmeistarakeppninni er kominn í hættu þar sem hann hefur meiðst á ökkla. Alvarleiki meiðslanna hefur enn ekki komið í ljós en læknir landsliðs Spánar, Genaro Borras virtist ekki jákvæður við nýjustu fréttunum.

"Hann meiddist í leiknum í gær og hann var enn þjáður í dag þannig að við gerðum nánari rannsóknir á honum," sagði Borras.

"Hann skaddaði svæðið í kringum sinina á hægri ökklanum. Þetta eru ekki mjög alvarleg meiðsli en svona stuttu fyrir mót verður að fara að öllu með gát og hann mun ekkert gera fyrr en á mánudaginn þegar að við sjáum hvernig þetta hefur gróið. Á þriðjudaginn munum við síðan halda áfram að rannsaka hann, við verðum að vera raunsæir. Ég vona að hann nái sér en ég hef mínar efasemdir. Ef við förum ekki varlega erum að setja þáttöku hans á mótinu í hættu."

Jákvæð fréttatilkynning birtist þó um ástand Michel Salgado sem tognaði á vöðva fyrr í þessari viku. "Hann reif ekki vöðvann og einungis um tognun að ræða sem var ekki eins alvarlegt og við héldum í fyrstu." sagði Borras. Hann mun snúa aftur á þriðjudaginn og þá munum við sjá hvernig meiðslin hafa gróið yfir þessa fjóra til sex daga sem hann mun vera í hvíld."

Báðir leikmennirnir munu þó missa af upphitunarleiknum gegn Rússlandi á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×