Fótbolti

Finn enga pressu

Portúgalski landsliðsmaðurinn og leikmaður Manchester United, Cristiano Ronaldo, segist ekki finna fyrir neinni pressu þrátt fyrir þær kröfur sem þjóð hans setur á herðar hans. Þessi Portúgalski vængmaður sannaði mikilvægi sitt fyrir landsliðið í Evrópukeppninni fyrir tveimur árum en núna mun hann spila enn mikilvægara hlutverk fyrir landslið sitt í Þýskalandi.

Ronaldo er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður heims og gert er ráð fyrir að hann muni bæta orðspor sitt enn frekar í sumar með nokkrum heimsklassa frammistöðum. "Ábyrgðin er sú sama, ég verð að sanna gildi mitt," sagði hann við O'Jogo.

"Mig langar að gera vel, skrá nafn mitt í sögubækurnar og ég tel að hlutirnir gætu fallið vel fyrir mig. Ég þarf að fá að þroskast án pressunnar. Það verða margir stórir leikmenn á Heimsmeistarakeppninni í sumar og ég bíð spenntur eftir því að fá að taka þátt í henni.

"En það er ekki aðal takmarkið mitt. Það sem ég vill gera er að fá stöðugleika í spil mitt, að gefa boltann er grunnatriðið og frá þeim punkti er allt hægt. Ég veit að ég spila með mörgum frábærum leikmönnum og það gefur mér innblástur sem leyfir mér að þroskast. Ég finn aldrei fyrir pressu og ég mun ekki finna fyrir henni núna heldur."

Frá því að Ronaldo skapaði sér nafn í ensku úrvalsdeildinni hefur fólk tekið honum misvel. Sumir er himinlifandi með hann á meðan að aðrir svekkja sig á fjölda bragða sem hann reynir að gera, oft á röngum stað á röngum tíma.

Eins og margir skemmtikraftar í gegnum tíðina, er Ronaldo iðrunarlaus á stíl sínum og hefur gefið í skyn að hann muni halda áfram í sama fari í Þýskalandi.

"Ég lít á atvinnumennskuna sem skemmtun," ályktaði hann.

"Ég geri það sem ég ætla mér að gera, boltinn hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Draumurinn minn hefur alltaf verið að verða einn besti leikmaður heims. Það er hann sem gerir mér kleift að lifa"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×