Fótbolti

Fedorov úr leik

Serhiy Fedorov, varnarmaður Dynamo Kiev og Úkraínska landsliðsins, hefur dregið sig út úr HM hóp Úkraínu vegna meiðsla.

Fedorov var valinn í 23 manna hóp Úkraínu fyrir HM, þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og var bjartsýnn á að ná opnunarleik Úkraínu á móti Spáni 14. júní.

Meiðslin reyndust hinsvegar alvarlegri en í fyrstu var talið og hefur leikmaðurinn því dregið sig út úr hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×