Fótbolti

Huth búinn að fá nóg af bekkjarsetu hjá Chelsea

Robert Huth, varnarmaður Þýskalands og Englandsmeistara Chelsea, er orðinn þreyttur á að býða eftir tækifæri í aðalliði Chelsea. "Ég er ekki ánægður með hversu fá tækifæri ég hef fengið. Það getur verið þreytandi að leggja sig allan fram og vera aldrei valinn í liðið. Ég hef fengið nóg af bekkjarsetunni og vil komast þangað sem ég fæ að spila." sagði Huth.

Mörg lið eru spennt fyrir þessum snjalla varnarmanni sem væntanlega mun spila stórt hlutverk í vörn Þýska liðsins á HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×