Fótbolti

McClaren vill Venables sem aðstoðarmann

Terry Venables - Næsti aðstoðarþjálfari enska landsliðsins?
Terry Venables - Næsti aðstoðarþjálfari enska landsliðsins?

Talið er víst að Steve McClaren næsti landsliðsþjálfari Englendinga vilji fá Terry Venables sem aðstoðarmann sinn. Venables hefur verið orðaður við nokkur félagslið undanfarið en nú er talið líklegt að hann verði aðstoðarmaður McClaren, eftir að Enska knattspyrnusambandið hafi gefið grænt ljós á það að Venables verði ráðinn.

Terry Venables sem á árum áður þjálfaði Tottenham, Barcelona, Ástralíu og Leeds, þjálfaði einnig Enska landsliðið á árunum 1994 til 1996 og kom þeim þá í undanúrslit Evrópukeppninnar ´96.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×