Fótbolti

Andriy Shevchenko á frímerki

Frímerki með mynd af Andriy Shevchenko leikmanni AC Milan og úkraínska landsliðsins er komið út. Póstþjónustan í Úkraínu gaf merkið út til þess að vekja athygli á HM í fótbolta og umfram allt þátttöku úkraínska landsliðsins þar. Þótti vel við hæfi að mynd af Shevchenko prýddi frímerkið en hann er einn besti knattspyrnumaður heims.

Úkraína leikur nú í fyrsta sinn á stórmóti en allt til ársins 1992 var Úkrína hluti af Sovétríkjunum sálugu. Úkraína leikur í H-riðli HM í Þýskalndi ásamt Spánverjum, Túnismönnum og Sádí Aröbum. Fyrsti leikur Úkraínu á HM verður 14. júní gegn Spánverjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×