Fótbolti

Raul getur ekki beðið eftir HM

Raul ætlar að vera einbeittur á HM
Raul ætlar að vera einbeittur á HM MYND/AP

Framherji Real Madrid og fyrirliði Spænska landsliðsins getur ekki beðið eftir HM. Hann telur HM vera kjörinn vettvang til að bæta fyrir slakt tímabil hjá Real Madrid.

Raul segist vera mjög frískur og tilbúinn til að leiða spænska liðið langt á HM. Raul segist loksins vera búinn að ná sér að fullu eftir erfið 3 mánaða meiðsli sem hann glímdi við fyrr í vetur og að líkamlegt ástand hans sé að batna á hverjum degi.

Fylgismenn Spánar vona að hann haldi ekki áfram að skora jafn lítið og hann gerði í vetur, hann skoraði aðeins 5 mörk í deildinni í vetur og er það versti árangur hans frá upphafi, eða allt frá því að hann komst í byrjunarlið Real Madrid fyrir 12 árum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×