Fótbolti

Ergic í draumalandi

Ivan Ergic
Ivan Ergic

Ivan Ergic hefur viðurkennt að vera í skýjunum yfir því að hafa verið valinn í landsliðshóp Serbíu og Svartfjallalands sem tekur þátt í heimsmeistarakeppninni í sumar.

Ferill þessa miðjumanns var í mikilli hættu þegar hann fékk sjaldgæfan blóðsjúkdóm, einkirningasótt fyrir tveimur árum.

Hann vann þó bug á veikindunum og leikform hans með Basel í vetur var nóg til þess að landsliðsþjálfarinn Ilija Petkovic valdi hann í hópinn.

"Ég þarf að klípa mig annaðslagið til að átta mig á því að þetta er ekki draumur. Mig langaði að taka af stað og fljúga þegar ég heyrði fréttirnar," sagði þessi 25 ára gamli miðjumaður, sem aldrei hefur spilað landsliðsleik á ferlinum.

"Ég var að fara í gegnum erfiðasta tíma lífs míns og það snerti mig mjög þegar að þjálfari U-21 árs landsliðsins spurði mig hvort ég næði mér fyrir Evrópukeppnina í Portúgal 2004. Því miður náði ég því ekki, en hingað er ég kominn og er algerlega himinlifandi yfir því að vera á leið til Þýskalands," sagði Ergic kampakátur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×