Fótbolti

Klose leikmaður ársins í Bundesligunni

Klose skorar eitt marka sinna á HM 2002
Klose skorar eitt marka sinna á HM 2002

Miroslav Klose, sóknarmaður Werder Bremen var valinn leikmaður ársins í Þýsku Bundesligunni fyrir þetta tímabil. Klose skoraði 25 mörk á þessari leiktíð en hann var lengi frá vegna meiðsla um mitt mót.

Rafel van der Vaart, leikmaður Hamburg var annar í valinu.

Markvörður ársins var Robert Enke hjá Hannover og þjálfari ársins var Thomas Doll hjá HSV






Fleiri fréttir

Sjá meira


×