Fótbolti

Van der Vaart er að ná sér

Rafael van der Vaart vonast til að geta leikið fullfrískur á HM
Rafael van der Vaart vonast til að geta leikið fullfrískur á HM

Rafael van der Vaart er himinlifandi yfir því að hafa komist í gegnum æfingu með Hollenska landsliðinu á mánudaginn. Það gerði hann án þess að finna til eymsla í ökklanum en þau hafa haldið honum frá keppni í lokaumferðum þýsku deildarkeppninnar með Hamburg.

Van der Vaart hefur engar áhættur tekið og batinn því verið í samræmi við það. "Þetta hefur gengið vel undanfarnar vikur" sagði hann við De Telegraaf. "Hugsanlega hefði ég getað spilað seinasta deildarleik Hamburg á tímabilinu en með HM framundan, vildi ég ekki hætta á neitt. Mig langaði að vera viss um að ökklinn hefði náð fullum bata og í dag fékk ég staðfestingu þess. Það gekk vel og ég er ánægður með það." Sagði Van der Vaart glaðbeittur í lok æfingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×