Fótbolti

Cruyff segir England eiga litla von á HM

Johan Cruyff ásamt Péle
Johan Cruyff ásamt Péle

Knattspyrnugoðið Johan Cruyff sagðist í viðtali við BBC í dag telja meiðsli framherjanna Waynes Rooney´s og Michaels Owens hafa of mikil áhrif á frammistöðu enska landsliðsins á HM.

Hollendingurinn sagði einnig að allt of mikið væri lagt á herðar unglingsins Theo Walcott. Cruyff sagðist telja að Englendingar hefðu ekki nógu sterkt lið til þess að fara alla leið í mótinu og lönd eins og Brasilía og Argentína væru einfaldlega með miklu sterkari lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×