Fótbolti

Túnis

Túnisar eru í H riðli ásamt Spánverjum, Úkraínumönnum og Sádí-Aröbum. Þeir eru í 21. sæti á styrkleikalista FIFA og gætu hugsanlega komið á óvart og farið upp úr riðlinum.

Túnisar hafa þrisvar áður tekið þátt í HM og í öll skiptin fallið út í riðlakeppninni. Þeir eru með sterkt lið, færan þjálfara og gætu orðið spútniklið keppninnar.

Frakkinn Roger Lemerre þjálfari liðsins stýrði því til sigurs í Afríkukeppninni árið 2004 og var í kjölfarið kallaðir bjargvættur knattspyrnunnar í Túnis.

Lemerre valdi Francileudo dos Santos og Ziad Jaziri til að leiða sóknina á HM. Dos Santos er ættaður frá Brasilíu eins og nafnið gefur til kynna.

Hinn sterki varnarmaður Ajax Hatem Trabelsi er traustur í vörn Túnis. Hann vill skipta um starfsumhverfi og á því væntanlega eftir að sýna allar sínar bestu hliðar á HM.

Fyrirliði: Riadh Bouazizi 

Lykilmaður: Hatem Trabelsi

Gæti slegið í gegn: Francileudo dos Santos



 

Leikmannahópurinn:
1 Ali Boumnijel

2 Karim Essediri

3 Karim Haggui

4 Alaeddine Yahia

5 Zied Jaziri

6 Hatem Trabelsi

7 Mehdi Meriah

8 Mehdi Nafti

9 Yacine Chikhaoui

10 Kaies Ghodhbane

11 Francileudo Santos

12 Jaouhar Mnari

13 Riadh Bouazizi

14 Adel Chedli

15 Radhi Jaidi

16 Adel Nefzi

17 Issam Jomaa

18 David Jemmali

19 Anis Ayari

20 Hamed Namouchi

21 Karim Saidi

22 Hamdi Kasraoui

23 Sofiane Melliti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×