Fótbolti

Króatía

Króatar eru í F riðli ásamt Brasilíumönnum, Áströlum og Japönum. Þeir eru í 23. sæti á styrkleikalista FIFA og reikna má með því að þeir komist upp úr riðli sínum.

Króatar unnu Svía tvívegis í undankeppninni og unnu sinn riðil nokkuð örugglega. Þeir voru nokkuð heppnir þegar dregið var í riðla og vonast til að fara áfram í 16 liða úrslit. Þetta er lið sem treystir á sterka vörn.

Þjálfari liðsins er Zlatko Kranjcar. Hann tók við af Otto Baric sem tókst ekki að stýra liðinu á EM 2004.

„Ég sagðist ætla að velja þá leikmenn sem komu okkur í gegnum undankeppnina þannig að valið var ekki erfitt. Ég finn fyrir miklum liðsanda og við getum gert hluti,“ sagði Kranjcar þegar hann tilkynni hópinn.

Framherji Rangers Dado Prso hefur verið aðalmaðurinn í sókn Króata undanfarinn ár. Þeir treysta á að hann verði í toppformi á HM.

Fyrirliði: Nico Kovac

Lykilmaður: Dado Prso

Gæti slegið í gegn: Dario Srna

Leikmannahópurinn:
1 Stipe Pletikosa

2 Darijo Srna

3 Josip Simunic

4 Robert Kovac

5 Igor Tudor

6 Jurica Vranjes

7 Dario Simic

8 Marko Babic

9 Dado Prso

10 Nico Kovac

11 Mario Tokic

12 Joseph Didulica

13 Stjepan Tomas

14 Luka Modric

15 Ivan Leko

16 Jerko Leko

17 Ivan Klasnic

18 Ivica Olic

19 Niko Kranjcar

20 Anthony Seric

21 Bosko Balaban

22 Ivan Bosnjak

23 Tomislav Butina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×