Fótbolti

Angóla

Angólamenn eru í D riðli ásamt Írönum, Mexíkóum og Portúgölum. Þeir eru í 57. sæti á styrkleikalista FIFA og það er óhætt að segja að það sé á brattann að sækja fyrir þá í keppninni.

Angólamenn hafa aldrei áður leikið á HM og vanalega eru þeir mjög ánægðir með að komast í Afríkukeppnina. Þeir ætla að leika varnarbolta og koma á óvart með skyndisóknum.

Þjálfarinn Luis Oliveira Goncalves er mjög vinsæll í heimalandinu. Hann tók við árið 2003 eftir að hafa stýrt yngri landsliðum.

Goncalves gerði fjórar breytingar á liði sínu, frá sem verið hafði í Afríkukeppninni, þegar hann tilkynnti HM hópinn. "Þetta eru bestu leikmennirnir sem við eigum og við munum undirbúa okkur eins vel og við getum," sagði hann þegar HM liðið var tilkynnt.

Framherji Benfica Pedro Mantorras hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit vegna meiðsla. Það býr hins vegar mikið í þessum dreng og hann gæti sprungið út á HM.

Fyrirliði: Fabrice Akwa

Lykilmaður: Fabrice Akwa

Gæti slegið í gegn: Pedro Mantorras

 

Leikmannahópurinn:
1 Pereira Joao Ricardo

2 Marcos Airosa

3 Joao Jamba

4 Antonio Lebo-Lebo

5 Carlos Kali

6 Marcos Milloy

7 Paulo Figueiredo

8 Andre Macanga

9 Pedro Manuel Mantorras

10 Fabrice Akwa

11 Andre Mateus

12 Joao Mamona Lama

13 Nobre Edson

14 Antonio Mendonca

15 Manuel Rui Marques

16 Amado Flavio

17 Jose Ze Kalanga

18 Arsenio Love

19 Titi Buengo

20 Manuel Loco

21 Luis Delgado

22 Hipolito Mario

23 Abreu Marco




Fleiri fréttir

Sjá meira


×