Fótbolti

Serbía og Svartfjallaland

Serbar og Svartfellingar eru í C riðli með Argentínumönnum, Fílabeinsstrendingum og Hollendingum. Þeir eru í 44. sæti á styrkleikalista FIFA. Þessi riðill gæti reynst þeim ofviða.

Serbar og Svartfellingar mæta sem "litla liðið" í keppnina. Þeir eru ekki með neinar stórstjörnur en hafa leikið mjög vel samann sem lið. Þeir vonast til þess að geta komið öllum á óvart á HM.

Ilija Petkovic sem stýrir liðinu er fyrrum landsliðsmaður Júgóslavíu. Hann hefur yngt liðið upp eftir að stórstjörnur eins og Predrag Mijatovic hættu.

Ivan Ergic leikmaður Basel í Sviss var valinn í leikmannahóp Petkovic þrátt fyrir að hafa aldrei áður leikið með landsliðinu. Tveir leikmenn úr undir 21 árs landsliðinu voru valdir í hópinn þeir Dusan Basta leikmaður Rauðu Stjörnunnar og Mirko Vucinic leikmaður Lecce á Ítalíu.

Einn af athyglisverðustu leikmönnum keppninnar er Nicola Zigic sem er á mála hjá Rauðu Stjörnunni í Belgrad. Hann hefur verið kallaður "stærsti leikmaður heims" en hann er 202 sentímetrar á hæð. Mörg af stórliðum Evrópu eiga eftir að fylgjast vel með honum í sumar.

Fyrirliði: Mladen Krstajic

Lykilmaður: Dejan Stankovic

Gæti slegið í gegn: Nicola Zigic

Leikmannahópurinn:
1 Dragoslav Jevric

2 Ivan Ergic

3 Ivica Dragutinovic

4 Igor Duljaj

5 Nemanja Vidic

6 Goran Gavrancic

7 Ognjen Koroman

8 Mateja Kezman

9 Savo Milosevic

10 Dejan Stankovic

11 Predrag Djordjevic

12 Oliver Kovacevic

13 Dusan Basta

14 Nenad Djordjevic

15 Milan Dudic

16 Mirko Vucinic

17 Albert Nadj

18 Zvonimir Vukic

19 Nikola Zigic

20 Mladen Krstajic

21 Danijel Ljuboja

22 Sasa Ilic

23 Vladimir Stojkovic



Fleiri fréttir

Sjá meira


×