Fótbolti

Walcott sannfærður um að höndla pressuna á HM

Sven-Goran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga var gagnrýndur fyrir val sitt á HM hópnum en í honum er m.a. leikmenn sem hafa lítið sem ekkert leikið með félagsliðum sínum í vetur.
Sven-Goran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga var gagnrýndur fyrir val sitt á HM hópnum en í honum er m.a. leikmenn sem hafa lítið sem ekkert leikið með félagsliðum sínum í vetur.

Theo Walcott, leikmaður Arsenal sem var valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar er hvergi banginn og segist alveg geta höndla pressuna sem verður á honum. Þessi 17 ára gamli leikmaður hefur ekki leikið einn leik fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni en hann gekk til liðs við þá í janúar frá Southampton.

"Ég var 15 ára þegar ég spilaði fyrir Southampton og þar var mikil pressa sem ég höndlaði vel. Ég er eldri og þroskaðri núna og ég ef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég verð að sanna mig á æfingum enda eru heims klassa menn í hópnum og ég ætla að læra af þeim og standa mig. Ég er freskur, en ég hef ekki leikið mikið undanfarið en ég þarf nokkra leiki þá er ég kominn í gang. Þegar ég kom til Arsenal var ég mjög stressaður. Thierry Henry var mitt goð. En nú líður mér vel þannig að það sama verður með enska landsliðið," sagði Walcott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×