Stefna á meirihluta í bæjarstjórn 19. apríl 2006 19:00 Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna.
Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira