Innlent

100 kvennakórskonur á leið til Kúbu

Frá Havana á Kúbu.
Frá Havana á Kúbu. Mynd/Nordic Photos-Getty Images

Um 100 söngkonur í Léttsveit Reykjavíkur munu leggja land undir fót eftir Páska og halda til Kúbu þar sem þær munu koma fram á alþjóðlegu kóramóti.

Konurnar í Léttsveit Reykjavíkur eru á leið á alþjóðlegt kóramót í Havana á Kúbu þar sem kórar frá hinum ýmsu löndum munu hittast og syngja af líf og sál. Konurnar munu koma fram á tveimur tónleikum og ætla þær að syngja íslensk lög í bland við suðræna tóna enda ekki hægt annað í landi þar sem salsa dunar að degi sem nóttu. Alls fara um 200 manns út en hópurinn heldur utan annan í páskum og mun ferðin standa í viku. Jóhanna Þórhallsdóttir kórstjóri segir mikla stemmingu vera fyrir ferðinni enda sé Léttsveitin góður og skemmtilegur hópur.

Konurnar í Léttsveit Reykjavíkur eru á leið á alþjóðlegt kóramót í Havana á Kúbu þar sem kórar frá hinum ýmsu löndum munu hittast og syngja af líf og sál. Konurnar munu koma fram á tveimur tónleikum og ætla þær að syngja íslensk lög í bland við suðræna tóna enda ekki hægt annað í landi þar sem salsa dunar að degi sem nóttu. Alls fara um 200 manns út en hópurinn heldur utan annan í páskum og mun ferðin standa í viku. Jóhanna Þórhallsdóttir kórstjóri segir mikla stemmingu vera fyrir ferðinni enda sé Léttsveitin góður og skemmtilegur hópur.

Söngkonurnar eiga eflaust eftir að heilla marga með söng sínum enda ekki á hverjum degi sem Kúbverjar heyra salsalög sungin á íslensku. Og hver veit nema konurnar í Léttsveit Reykjavíkur nái að lokka sjálfan Kastró út á torg og í ljúfa salsasveiflu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×