Ákvörðun Bandaríkjamanna þarf ekki að koma á óvart 16. mars 2006 13:00 Sú ákvörðun ráðamanna í Bandaríkjunum að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þarf ekki að koma á óvart í ljósi atburða vorið 2003 þegar einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brotthvarf þotna og þyrlna var kynnt forsætisráðherra. Síðan þá hefur legið ljóst fyrir að Bandaríkjamenn vildu breyta rekstri sínum hér á landi. Veturinn 2002 - 2003 fór íslenska ríkisstjórnin þess á leit við Bandaríkjastjórn að viðræður sem þá voru fyrirhugaðar um bókun við varnarsamninginn yrði frestað fram yfir þingkosningarnar um vorið. Tekið var vel í þá málaleitan enda höfðu Bandaríkjamenn þá frestað viðræðunum nokkuð lengi, fyrst vegna forsetaskipta og síðan hryðjuverkaárásanna 2001. Það kom því íslensku ríkisstjórninni algerlega í opna skjöldu þegar James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, fór á fund Davíðs Oddssonar þann 2. maí, aðeins átta dögum fyrir kosningar, og tilkynnti honum að búið væri að ákveða að flytja herþoturnar á Keflavíkurflugvelli annað og það yrði gert annan júní. Eftir fundinn með Gadsden leituðu íslensk stjórnvöld liðsinnis Robertsons lávarðar sem þá var framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins. Fyrir hans tilstilli tókst að ná eyrum Bush, Bandaríkjaforseta og Powells, þáverandi utanríkisráðherra. Bush og Davíð skiptust á bréfum í júní vegna málsins og síðan fóru fram viðræður þar sem meðal annars kom fram að Bandaríkjaforseti vildi að Íslendingar tækju aukinn þátt í kostnaði við Keflavíkurflugvöllinn. Síðan þá hafa viðræður verið stopular en í febrúar síðastliðnum átti Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Þar kynntu Íslendingar það útspil sitt að þeir gætu tekið við rekstri þyrlusveitar varnarliðsins. Það má því segja að fréttir dagsins komi á óvart í ljós Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sú ákvörðun ráðamanna í Bandaríkjunum að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þarf ekki að koma á óvart í ljósi atburða vorið 2003 þegar einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brotthvarf þotna og þyrlna var kynnt forsætisráðherra. Síðan þá hefur legið ljóst fyrir að Bandaríkjamenn vildu breyta rekstri sínum hér á landi. Veturinn 2002 - 2003 fór íslenska ríkisstjórnin þess á leit við Bandaríkjastjórn að viðræður sem þá voru fyrirhugaðar um bókun við varnarsamninginn yrði frestað fram yfir þingkosningarnar um vorið. Tekið var vel í þá málaleitan enda höfðu Bandaríkjamenn þá frestað viðræðunum nokkuð lengi, fyrst vegna forsetaskipta og síðan hryðjuverkaárásanna 2001. Það kom því íslensku ríkisstjórninni algerlega í opna skjöldu þegar James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, fór á fund Davíðs Oddssonar þann 2. maí, aðeins átta dögum fyrir kosningar, og tilkynnti honum að búið væri að ákveða að flytja herþoturnar á Keflavíkurflugvelli annað og það yrði gert annan júní. Eftir fundinn með Gadsden leituðu íslensk stjórnvöld liðsinnis Robertsons lávarðar sem þá var framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins. Fyrir hans tilstilli tókst að ná eyrum Bush, Bandaríkjaforseta og Powells, þáverandi utanríkisráðherra. Bush og Davíð skiptust á bréfum í júní vegna málsins og síðan fóru fram viðræður þar sem meðal annars kom fram að Bandaríkjaforseti vildi að Íslendingar tækju aukinn þátt í kostnaði við Keflavíkurflugvöllinn. Síðan þá hafa viðræður verið stopular en í febrúar síðastliðnum átti Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Þar kynntu Íslendingar það útspil sitt að þeir gætu tekið við rekstri þyrlusveitar varnarliðsins. Það má því segja að fréttir dagsins komi á óvart í ljós
Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira