Innlent

Högnuðust um 80 milljarða samanlagt

Hagnaður KB banka á síðasta ári er sá mesti í íslenskri fyrirtækjasögu.
Hagnaður KB banka á síðasta ári er sá mesti í íslenskri fyrirtækjasögu. MYND/Stefán

Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári.

Hagnaður KB banka árið 2005 eftir skatta nam tæpum 50 milljörðum íslenskra króna sem er mesti hagnaður sem íslenskt fyrirtæki hefur nokkurn tíma skilað á einu ári en hagnaður jókst um 178 prósent frá fyrra ári. Þá skilaði Straumur Burðarás 26,7 milljörðum króna sem er fjórföldun milli ára. En hvað á að gera við peningana?

"Á síðasta ári högnuðumst við um fimmtíu milljarða og keyptum banka fyrir um fimmtíu milljarða," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka.

Stjórn bankans mun leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greiddar 6.6 milljarðar króna í arð vegna ársins 2005 sem svarar til 13,5% af hagnaði.

En hvað með að umbuna starfsmönnum? "Já, við borgum nokkuð há laun, líkast til einna hæstu meðallaun fyrirtækja í dag," segir Hreiðar Már

Ekki kemur til greina að lækka vexti þrátt fyrir góðan hagnað. Hreiðar segir skilaboðin frá Seðlabanka þau að vextir eigi að hækka og líklegra sé að bankinn hækki vexti en lækki.

Og hjá Straumi Burðaráss voru menn ekki síður ánægðir.

Nei-niðurstöðu

"Ég tel að árangur okkar og arðsemi eigin fjár sýni að við erum að skila mjög góðri niðurstöðu.," segir Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss.

Þórður segir mörg spennandi verkefni framundan en vill þó ekki tjá sig sérstaklega um þau.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×