Innlent

Græddi 25 milljónir á sólarhring

Verðmæti bréfanna sem Bjarni Ármannsson keypti í gær hefur aukist um 25 milljónir. Það skilar sér þó ekki til Bjarna nema hann selji bréfin.
Verðmæti bréfanna sem Bjarni Ármannsson keypti í gær hefur aukist um 25 milljónir. Það skilar sér þó ekki til Bjarna nema hann selji bréfin. MYND/Stefán

Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, keypti í gær hlutabréf í bankanum fyrir tæpan milljarð króna. Bjarni keypti bréfin í gær á genginu 18,6 en nú síðdegis var skráð gengi þeirra 19,1. Það þýðir að bara á þessum eina skammti hefur Bjarni hagnast um 25 milljónir króna á einum sólarhring.

Eftir kaupin nemur eign Bjarna í bankanum samtals um tveimur og hálfum milljarði króna. Fleiri stjórnarmenn í bankanum keyptu einnig á sama tíma. Karl Wernersson var enn að bæta við sig, hann keypti fyrir þrjá milljarða í gær og eru hann, og aðilar honum fjárhagslega tengdir, nú skráðir fyrir bréfum í Íslandsbanka að verðmæti upp á nærri 62 milljarða króna. Þá keypti Róbert Melax í gær hlutabréf fyrir um 900 milljónir króna í bankanum og er hann og aðilar hinum tengdir nú skráðir fyrir nærri þriggja milljarða króna eign.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×