Innlent

Ólíklegt að Íslandsbanki sameinist öðrum

Höfuðstöðvar Íslandsbanka.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka. MYND/Stefán

Hugmyndir um að Íslandsbanki sameinist öðrum banka hafa verið lagðar á hilluna með sölu á fjórðungshlut Straums-Burðaráss í gær, að mati stjórnarformanns bankans. Hann telur að meiri friður skapist nú um eignarhald í bankanum.

Viðbrögðin á íslenska verðbréfamarkaðnum í dag við hinum risavöxnu viðskiptum í gær voru þau að öll þau fyrirtæki sem komu við sögu hækkuðu umtalsvert að verðmæti, Actavís og Straumur í kringum fimm prósent, FL-Group um fjögur prósent og Íslandsbanki um tæp 4 prósent. Karl Wernersson er orðinn stærsti hluthafi Íslandsbanka en félagið Þáttur, sem hann á að fmestu, á nú 23 prósent í bankanum.

"Þarna kemur hópur fjárfesta og kaupir bréf í Íslandsbanka fyrir 60 milljarða og að það skuli takast að safna hópi til þess kalla ég stórtíðindi," segir Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka.

Með þessum kaupum virðast einnig hafa orðið kaflaskil en ráðamenn Landsbankans höfðu undanfarin misseri reynt að safna styrk til að knýja fram sameiningu.

"Ég met það þannig að það sé búið að setja þær hugmyndir á hilluna, í bili að minnsta kosti," segir Einar. Hann á ekki von á að viðskiptin hafi áhrif á stöðu stjórnenda bankans en segir að því ráði stjórnin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×