Innlent

Tóku 100 milljarða að láni

Róbert Wessmann, forstjóri Actavis.
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis. MYND/Valli

Actavis hefur tekið lán upp á rúmlega 100 milljarða króna. Sex erlendir bankar veita lánið sem er tekið í bandarískum dollurum og að upphæð 1,27 milljarðar í þeim gjaldmiðli.

Peningana hyggst Actavis nota til að fjármagna kaup á samheitalyfjastarfsemi Alpharma Inc. sem gengið var frá í desember á síðasta ári. Kaupverðið var 810 milljónir dollara en afgangur lánsins verður notaður til að endurfjármagna eldri lán.

Í fréttatilkynningu frá Actavis segir að mikil eftirspurn hafi verið meðal banka eftir að taka þátt í að lána Actavis féð og að skera hafi þurft niður þátttöku bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×