Erlent

Starbucks vinnur vörumerkjamál í Kína

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur unnið mál í Kína sem hún höfðaði á hendur þarlendri kaffihúsakeðju vegna þess að vörumerki hennar þótt of líkt vörumerki Starbucks. Málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár og var málið talið prófmál í Kína þar sem erlend fyrirtæki hafa mörg hver kvartað undan því að kínversk fyrirtæki reyni að nýta sér fræg vörumerki sér til framdráttar. Kínverska kaffihúsakeðjan Xingbake þarf samkvæmt dómnum að greiða Starbucks jafnvirði um þriggja komm sex milljóna króna í bætur og að finna nýtt vörumerki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×