Ráðherrann þarf að víkja 2. júní 2006 06:45 Alfredo Reinado Leiðtogi uppreisnarsveita hersins segist ekki vera sökudólgurinn, heldur sé ástandið Alkatiri forsætisráðherra að kenna. MYND/ap Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar. Erlent Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar.
Erlent Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira