Fótbolti

Ljungberg verður með gegn Chile

Fredrik Ljungberg hleypur framhjá hinum pólska Tomasz Dawidowski í leik Svíþjóðar og Póllands í júní 2003.
Fredrik Ljungberg hleypur framhjá hinum pólska Tomasz Dawidowski í leik Svíþjóðar og Póllands í júní 2003. MYND/AFP

Sænski miðjumaðurinn, Freddie Ljungberg, sem mun verða einn af lykilmönnum Svía í HM í Þýskalandi verður með í vináttuleik gegn Chile í dag.

Þessi knái leikmaður Arsenal hefur kvartað undar verkjum í öðrum fætinum eftir leiki síðustu sjö mánuði.

Ljungberg sem er 29 hefur ekki leikið landsleik með Svíum á þessu ári en nú fær hann að spila ásamt framherjunum Zlatan Ibrahimovic og Henrik Larsson sem eru einnig tilbúnir í slaginn.

Lið Svía verður þannig skipað: Andreas Isaksson; Niclas Alexandersson, Olof Mellberg, Teddy Lucic, Erik Edman; Tobias Linderoth, Christian Wilhelmsson, Anders Svensson, Freddie Ljungberg; Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×